Hvern styð ég?

Af því að lesa íslenska bloggheima þá er ljóst að það er hverjum bloggara nauðsynlegt að lýsa yfir stuðningi við einhvern forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum. Væntanlega bíða blaðamenn þar vestra spenntir að sjá þessar stuðningsyfirlýsingar. Ég haldið aftur af mér þó ég hafi bent á að uppáhaldsframbjóðendur mínir hafi dottið frekar snemma út. Augljóst er að ég er að velja milli Obama og Clinton. Og ég vel Obama. Væntanlega skárri kosturinn.

Annars verð ég að játa að mér finnst að mörgu leyti Ron Paul hafa verið áhugaverðasti frambjóðandinn. Hann er nefnilega allavega öðruvísi en þeir sem hafa verið í framboði og hafa orðið forsetar. Hann virðist líka vera frjálslyndari en hinir. Ég er náttúrulega að einhverju leyti að smitast af áhuga Frelsisfranska en það er ekki bara það.