Fólkahittingar

Það er ekki oft sem maður rekst á Hilmarssyni, þá Pál og Himma en ég sá þá báða í dag, hvorn í sínu lagi. Ég sá reyndar mjög mörg kunnugleg andlit á fyrirlestrinum hennar Unnar, mikið af þjóðfræðingum og bókasafns- og upplýsingafræðingum. Hugsanlega voru einhverjir sagnfræðingar þarna líka. Á leiðinni heim í Strætó sáum við Eygló vel dúðaðan mann hlaupa til að komast með. Þar var hann Hallgrímur Snær og hann náði að hoppa inn í. Spjölluðum við hann þar til hann hoppaði í burtu.

Ég byrjaði reyndar daginn á að rekast á ljóð eftir góða vinkonu mína í riti sem varð á vegi mínum. Eitt af því skemmtilega í starfi mínu er hvað ég sé mikið af afrekum vina minna og kunningja.

Í dag bað ég síðan um að fá Firefox í tölvuna í vinnuna og því verður væntanlega reddað. Þá verð ég glaðari og hætti að ergja mig á Explorer.