A eða B?

Ég get í raun valið hvenær ég mæti í vinnuna á morgnanna. Ég hef valið að mæta klukkan átta. Raunar skiptir máli að Eygló mætir í vinnuna á sama tíma og við förum saman í Strætó yfirleitt en það er samt ekki aðalatriði. Mér finnst bara vinnudagurinn líða fljótar og betur þegar ég byrja fyrr.

Mér finnst líka þægilegt að búta vinnuferli niður á þennan hátt, löng skorpa, stutt skorpa. Ég veit ekki hvort þetta segir eitthvað um hvort ég sé A- eða B-manneskja. Ég er nefnilega fullkomlega glaður með að sofa fram að hádegi þegar ég hef frið til þess. Reyndar gerði ég líka heilmikið af því þegar ég var á Írlandi. Það er eiginlega merkilegt að ég komist uppúr bólinu yfirhöfuð eftir að hafa vanist því.