DC++ dómurinn

Dómurinn er hundlangur og ég hef ekki getað lesið nema rétt aðeins úr dómsorðinu. Það sem vekur athygli mína er að samtökin sem höfðuðu málið fá þann tölvubúnað sem lagt var hald á. Ég sá ekkert um að það væri skilyrt á nokkurn hátt. Ég geri ráð fyrir að í allavega einhverjum af þessum tölvum hafi verið eitthvað magn af persónulegum gögnum sem koma málinu ekkert við. Mega starfsmenn samtakanna núna bara farið að gramsa í þessum gögnum? Ég er ekki að segja að ég geri ráð fyrir að það verði gert heldur er ég að spyrja hvort að það megi. Sama hver á hlut að máli þá ætti í engum kringumstæðum að veita óviðkomandi aðgang að persónulegum gögnum.

Sér einhver eitthvað í dómnum sem kemur í veg fyrir þetta?