Nú er spurning hvort að lagakerfið eða dómskerfið sjálft sem veldur en þessi dómur er vitskertur. Barn með Asperger í uppnámi veldur slysi og móðirin á að borga rúmar níu milljónir. Ég hef alla samúð með kennaranum og grunar að þessi fjárhæð sé jafnvel full lág til hans en mér finnst einfaldlega að samfélagið ætti að taka kostnaðinn á sig.
Þegar maður ber þetta saman við það sem alvöru glæpamenn, sem ráðast á fólk, þurfa að borga fórnarlömbum sínum þá sér maður hvað þetta er fáránlegt. Aldrei hef ég heldur séð svona upphæðir í tengslum við bílslys, jafnvel þó ökumenn hafi sýnt vítavert gáleysi.
Upphæðin sem einstaklingar borga ætti að miðast að einhverju leyti við það að hvað miklu leyti þeir gátu vitað að um hugsanlega skaða. Í þessu tilfelli virðist óheppni hafa valdið því að skaðinn hafi orðið svona mikill en ekki ásetningur eða gáleysi. Refsingin á að vera í samræmi við brotið, hér er hún það ekki.
Móðirin er ekki ábyrg og þarf ekki að greiða neitt. Það er barnið sem er ábyrgt og það liggur einungis á því.
En það er bara vegna þess að stúlkan er ekki fjárráða. Þetta er ekki aðfararhæft af eignum móður.
Hæ Óli, án þess að ætla að fara út í ágæti þessa tiltekna dóms má benda á
a)Verið er að dæma skaðabætur fyrir varanlega skerðingu á getunni til að afla sér atvinnutekna í framtíðinni og því ekki hægt að bera saman við (fáránlega lágar) miskabætur í ofbeldismálum. Skaðabætur eru reiknaðar út á grundvelli reiknireglna sem er að finna í skaðabótalögum (aldur, örorkustig og árslauns skipta máli), miskabætur eru dæmdar fyrir ófjárhagslegt tjón og eru háðar mati dómara.
b) Tryggingarfélag móðurinnar greiðir bæturnar. Því var stefnt til réttargæslu.
a) Ég veit það. Það er samt ranglátt kerfi.
b) Það er óþolandi að svona hvíli á því hvort trygging sé fyrir hendi. Enda sýnist mér að tryggingafélagið hafi verið að reyna að koma sér undan því að borga. Veit svo sem ekki hvernig það virkar þegar dómur er fallinn.
Ef tryggingarfélag móðurinnar greiðir finnst mér það hið besta mál. Kennarinn varð fyrir verulegum skaða og einhvern veginn verður hún að fá hann bættan.
Reyndar var ég hissa á því að kennarar væru ekki tryggðir vegna starfs síns, þ.e. að skólinn tryggði þá.