Að fórna sér

Þegar ég hef skrifað of mikið af því sem varðar málefni líðandi stundar þá finnst mér nauðsynlegt að drepa lesendur mína úr leiðindum með sögum af ómerkilegum atburðum lífs míns. Ég fór semsagt í badminton áðan. Eygló er í bústað þannig að Árni bróðir Sigrúnar hans Sigga kom með. Eins og þegar pabbi þeirra kom þá var hressandi að fá einhvern sem kann þetta almennilega.

Við spiluðum norður-suður. Ég og Siggi reyndum að verja heiður Norðurlands. Ég held að við höfum tapað svona þremur leikjum í röð áður en við náðum loks að sigra þann síðasta með nokkuð afgerandi hætti. Tuttugasta stigið kom líka á dramatískan hátt þar sem ég fleygði mér í jörðina til að ná bolta og Siggi afgreiddi þetta síðan. Lokastigið kom síðan vandræðalaust.

Það er fátt skemmtilegra en að fórna sér í íþróttum, að fleygja sér í jörðina og bjarga málunum. Ef það virkar. Ef það virkar ekki þá er maður bara kjánalegur marinn lúser.