Dómari segir Gore fara með rangt mál

Ég hef rekist á bæði teikningu og staðhæfingar þar sem vitnað er í einhvern breskan dómara sem á að hafa fundið fullt af villum í mynd Al Gore. Ég tók ekki eftir þessum villum í fyrirlestri Gore og bjóst bara við að hann hefði lagað það sem aflaga fór. En ég ákvað síðan að skoða málið og rakst á þessa síðu. Þarna er farið í þessar meintu villur og þær skoðaðar með myndina til hliðsjónar. Þarna kemur í ljós að þessi dómari, sem er raunar ekki merkilegur pappír, fer ítrekað með rangt mál. Hann ýkir og rangfærir orð Gore til þess að geta sagt að þetta séu villur.

Þarna á meðal er hin meinta villa Gore að hann hafi sagt að sjávarborð muni hækka um 6 metra. Þetta sagði Gore aldrei. Raunar er töluvert af þessu atriði sem mætti gagnrýna Gore fyrir að vera ekki nákvæmur en það er fáránlegt að gagnrýna hann fyrir það sem hann sagði ekki.

Það er spurning hvort að þeir sem hafa verið að nota þessar meintu villur til að ráðast á Gore dragi staðhæfingar sínar til baka. Mig grunar að svo verði ekki. Það er kaldhæðni fólgin í því að þetta fólk sem er að gagnrýna Gore fyrir að hafa sínar staðreyndir ekki á hreinu er sjálft að treysta á afar vafasamar fullyrðingar.

2 thoughts on “Dómari segir Gore fara með rangt mál”

Leave a Reply