Tölvuuppfærsla

Ég keypti mér nýja tölvu í dag. Eða ekki nýja. Gamla af partalistanum á 7000 krónur. Hún kemur í staðinn fyrir eða er kannski frekar öfugsnúin uppfærsla af tölvunni sem ég nota til að spila tónlist og í önnur verkefni. Sú gamla var orðin full hægvirk. Ég gæti þó þurft að fá mér nýtt hljóðkort því það voru einhverjar truflanir áðan þegar ég var að spila tónlist.

Ég er búinn að færa hörðu diskana yfir. Annar þeirra er að verða átta ára á árinu held ég. Þegar ég keypti hann var hann algjört skrýmsli, 13 gígabæt. Það skemmtilega við borðtölvur er að þær uppfærast í bútum en ekki sem heild. Það þýðir að frá ákveðnu sjónarhorni er ég í raun að nota sömu tölvuna og ég keypti síðla árs 1997.