Cosmos – dásamlegir sjónvarpsþættir

Við vorum loks að klára að horfa á Cosmos. Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta þættir sem bandaríski vísindamaðurinn Carl Sagan gerði og voru fyrst sýndir árið 1980. Þetta eru um margt merkilegir þættir þar sem Sagan fjallar um alheiminn, þróun lífs á jörðunni og þekkingarleit mannsins. Það er stórkostlegt að svona gamlir þættir geti ennþá heillað mann þetta mikið. Mikið til er þetta náttúrulega sjarmi Sagan sjálfs. Ég verð að mæla með að þeir sem eiga kost á því panti sér dvd með þáttunum eða reddi sér þeim með öðrum leiðum.

Næsta skref er væntanlega að lesa bækurnar hans sem ég hef aldrei komið mér í.