Aðdáun mín á Eygló

Ef ég leita að nafninu Eygló í færslum sem ég hef skrifað á þetta blogg þá fæ ég 549 færslur. Það er reyndar merkilega mikið af því að ég er mjög gjarn á að segja “við” þegar ég er að tala um hana.

Ef ég leita í Google á blogginu mínu þá fæ ég hins vegar 2370 niðurstöður. Það er ekki samræmi í því. Ef maður raunverulega skoðar niðurstöðurnar þá sér maður að Google vísar í raun ekki nema á 591 síðu þar sem ég tala um Eygló. Það er mun nær.

Mannvitsbrekkan Gísli Freyr Valdórsson, sem einu sinni var æskulýðsfulltrúi hjá þjóðkirkjunni, leitaði af einhverjum ástæðum að því hve oft ég hefði bloggað um Ármann Jakobsson. Hann fékk 2200 niðurstöður og notaði sína takmörkuðu andlegu burði til að álykta að ég hefði bloggað svo oft um manninn. Honum þekkir náttúrulega ekki Google og sá því ekki að í raun voru síðurnar bara 82. Hann áttaði sig ekki heldur á að eitthvað af þessu kemur tvöfalt inn. Ég læt WordPress leita að Ármanni hjá mér og þá fundust 48 færslur. Til gamans má geta að ég hef bloggað í fimm ár hérna og hef skrifað um 4000 færslur.

En hvað um það. Ég er Ármannsfan og játa það alveg. Hann er skemmtilegasti penni sem ég hef lesið á netinu og fer ekkert ofan af því.

16 thoughts on “Aðdáun mín á Eygló”

  1. Ætli hann sé ekki öfundsjúkur að sjá þig svona ofarlega alltaf á Blogg gáttinni og sé að reyna að fá einhverjar hræður til að lesa sitt ömurlega blogg?

  2. Það er sótt að þér úr öllum áttum og ekki bara systir mín að blogga um þig!
    Annars finnst mér Gísli Freyr vera sá allra allra skemmtilegasti penni sem ég hef á ævi minni lesið, og það ekki bara á Netinu!

  3. Hann er skarpasti hnífurinn í skúffunni.

    En þetta reyndar gaman, það að skoða hve oft ég hef bloggað um hluti.

    Queen hef ég bloggað um 130 sinnum og því verður Ármann að sætta sig við að vera töluvert neðar á listanum en þeir. Týr er samt ofar því mér sýnist ég hafa bloggað um 160 sinnum um þá, þeir ættu með réttu að hafa sinn eigin flokk.

  4. Þú ættir kannski að búa til sér flokk um Ármann svo að Gísli geti fengið útrás fyrir þessa annarlegu þörf sína að lesa skrif þín um hann. Hann gæti síðan skrifað blogg um það í hvert skipti.

  5. Nei, ef ég geri þetta auðvelt fyrir hann þá mun hann aldrei læra að gúggla og ef hann lærir ekki að gúggla þá mun hann aldrei finna fræðandi vefsíður sem munu vísa honum veginn frá íhaldskristni. Augljóslega er góð byrjun að hann sé að lesa færslur mínar um Ármann sem ég skil sko vel að hann vilji lesa enda eru þær heillandi og skemmtilegar. En við Ármann, góðir sem við erum, dugum ekki einir til að þess að ná þessum sauð af villugötum sínum.

  6. Mér sýnist vera hárrétt hjá þér að honum þekkir ekki Google. Það virðist reyndar vera ansi margt sem honum þekkir ekki. Honum kann a.m.k. ekki mannasiði, svo mikið er víst.

  7. undirgefni og foringjadyrkun hefur lengi verid vidhofd medal kommunista, svo sem dyrkun a Mao formanni, Stalin, Castro….tetta er bara afspengi af tvi
    Laissez-Faire, 29.4.2008 kl. 15:08

    Þetta er ógeðslega fyndið. Ármann sem kommunískur foringi. Er Laissez-Faire annars alvöru öfga frjálshyggjumaður eða er hann að gera grín að öfga frjálshyggjumönnum? Það er svo erfitt að sjá muninn.

  8. Bömmer sko. En þetta er leiðinlegt. Ég held að ég fari út í Árnagarð til að reyna að sjá Ármanni bregða fyrir í eigin persónu.

  9. Það sem þú gerir ekki til að halda stöðu þinni á tindi blogggáttarinnar!
    Það blasir við að Gísli Valdórsson hlýtur að vera tilbúið nafn. Og enginn getur verið eins dæmigerður sjálfstæðishnakki og þessi tilbúni bloggari þinn sem er augljós skopstæling. Ég giska á að þessar færslur langt aftur í tímann séu möndlaðar í tölvunni. Myndin af honum er líka mjög trúverðug. Ansi góð blekking en dugar ekki. Það sem kemur upp um það er að láta hann tengjast kirkjunni líka, aðeins Vantrúarmenn gætu fundið upp á slíku.

  10. Þetta er færsla númer 49 um Ármann Jakobsson!!! Verður að hafa númer 50 sérstaka viðhafnarfærslu og rekja þar sögu þíns sjúklega (og furðulega) áhuga á Ármanni Jakobssyni.

  11. Jæja 49
    ;D
    ahahah
    Skondið rifrildi milli ykkar, hverjum er ekki sama hver minnist á hvern hvenær og hve oft..

    Kveðja

Lokað er á athugasemdir.