Árið 1995 held ég að það hafi verið sem ég kom til Reykjavíkur og fór í verslunina 2001 og lét panta fyrir mig myndina True Romance. Ég hafði aldrei gert neitt svoleiðis áður og það er skrýtið að hugsa til þessa tíma miðað við hve auðvelt er að redda sér myndum í dag. Þetta var í kjölfar vinsælda Pulp Fiction og maður hafði kynnt sér feril Tarantino með því að lesa sér til í kvikmyndahandbók Maltins minnir mig. Það er líka annað sem hefur breyst. Maður þarf ekki að treysta á að miðaldra kvikmyndagagnrýnandi velji þá leikara og leikstjóra sem maður vill kynna sér. Mikið er netið frábært.
En já, ég féll fyrir True Romance og var því glaður að sjá þessa grein um myndina.
Annars er það Brad Pitt sem stelur myndinni þrátt fyrir samkeppni frá Christopher Walken, Dennis Hopper, Bronson Pinchot og sjálfum Gary Oldman. Don’t condescend me, man. I’ll fuckin’ kill ya.