Umburðarlyndisfasismi

Þegar orðið umburðarlyndisfasismi var fyrst yrt af prestsyninum þá var ég mest hissa á að blaðamaðurinn sem tók viðtalið skyldi ekki hafa spurt manninn hvort hann væri ekki örugglega að grínast. Það hefði líka verið gott að prestsonurinn hefði verið spurður hvort hann vissi hvað fasismi væri. En þetta virðist ætla að verða kjörorð Framsóknarflokksins. Verði þeim að því. Ætli kjósendurnir séu stoltir?