Hver er að gúggla mig?

Það er eitt sem ég held að margir átti sig ekki á þegar það er skoða þau leitarorð sem færir fólk á bloggin þeirra og það er að sumir nota Google í staðinn fyrir “bókamerki”. Það þýðir að þegar einhver kemur inn á síðu með nafn höfundar sem leitarorð þá gæti það allt eins verið fastagestur sem finnst þessi leið þægileg til að fara inn á síður. Munið þetta og munið líka að gúggla ykkur bara í einrúmi því annars getur það orðið vandræðalegt.