Truflandi bögglaberi

Í gær var dinglað hjá mér. Ég kíkti fram og sá að það var maður frá póstinum að ýta á allar bjöllurnar. Ég spurði hvað hann væri að gera og hann sagði að hann ætti þeim vanda að engin bjalla væri merkt þeim sem pakkinn væri til. Ég benti honum á að ein bjalla væri ómerkt og það hefði verið snjallt spor að byrja á að hringja henni í stað þess að angra alla í stigaganginum. Ef hann hefði viljað vera mjög viss þá hefði dugað að bera saman merkingar á póstkössum og bjöllum og þá hefði einmitt passað að ómerkt bjallan hlyti að vera sú sem tilheyrði viðtakandanum. Bahh.