Á Ljóninu

Nú liggjum við upp í rúmi á Hótel Löven. Ættum að vera sofnuð. Fórum á tónleika í kvöld. Spjölluðum aðeins við strákana og fylgifiska eftir á en ekkert mjög lengi þó. Sigrún skutlaði okkur á tónleikastaðinn í bát. Við sváfum dáltið í dag þegar við gátum tékkað okkur inn. Það er næstum sólarhringur síðan við vöknuðum í Stokkhólmi. Við komum heim annað kvöld og förum þá heim til okkar þar sem er fullt af gestum.

Hugsanlega kemur vitrænni ferðasaga við tækifæri en ólíkt því sem ég hef yfirleitt gert þá hef ég ekki verið að skrifa jafnóðum. Úff. Stefni á svefn.