Ég bíð spenntur eftir að heyra viðtalið við Guðna Ágústsson í útvarpsþættinum Miðjunni með Sverri Stormsker. Það að kallinn rauk út og heimtaði að þátturinn yrði ekki endurfluttur hefur gert þetta að skylduhlustun. Flestir sem tjá sig um málið virðast vera á því að Guðni hafi orðið sér til skammar. Ég er spenntur að heyra hvað fór þarna fram þar sem ég, ólíkt Bjarna Harðar, hef mestan áhuga á að dæma viðtalið sjálfur. Sverrir sagði að viðtalið kæmi á netið í dag og ég er búinn að rílóda síðunni nokkrum sinnum en ekkert enn komið.