Leiðinlegt blogg

Eygló sagði mér í gær að bloggið mitt væri orðið leiðinlegt. Ég sagði henni að ég væri alveg sammála. Reyndar var ég þá nýbúinn að setja inn færsluna hér að neðan sem er tilraun til að bæta mig. Það er fátt leiðinlegra heldur en blogg sem reyna að vera einhvers konar fjölmiðill. Svoleiðis má alveg koma á milli en blogg eiga náttúrulega fyrst og fremst að fjalla um fræga fólkið sem maður hefur hitt, teiknimyndasögur sem maður hefur lesið og hvaða heimilistæki eru biluð. Stefna mín í dag er að blogga um allt þetta þrennt.

Ég þarf samt að fá útrás á nokkrum atriðum fyrst:

  • Góð staða Samfylkingar og VG í Reykjavík er ekki hrós til þeirra flokka heldur fyrst og fremst diss á hina flokkana.
  • Ég ætla ekki að horfa á Ólympíuleikana. Það er ekki vegna stjórnmála heldur vegna þess að mér leiðist að horfa á flestar íþróttir. Ég hef ekki horft á Ólympíuleikana síðan 1996 og fer ekki að byrja á því núna.
  • Ég er ekkert óhóflega hrifinn af því hvernig fréttirnar eru settar á hliðarrein BloggGáttarinnar. Mér finnst þetta ekki þægileg leið til að skoða fréttir. Það vantar aðeins meiri möguleika á því að notendur stilli þetta sjálfir.