Vandamál Strætó

Vandamál Strætó er það að stjórnendur fyrirtækisins virðast ekkert vita hvernig eigi að lokka að farþega. Í hvert sinn sem þeir hræra í leiðakerfinu missa þeir farþega á sama tíma og stöðugt kerfi myndi hægt og rólega vinna fleiri farþega. En ég segi að þeir virðist ekki vita þetta. Það gæti vel verið að þeir viti þetta en séu bara að reyna að jarða fyrirtækið.