Rólegheitin

Við Eygló erum í rosalegu heimastuði núna. Á föstudaginn hefðum við reyndar hugsanlega drösslað okkur út til að fara í bíó en Sverrir Guðmunds boðaði komu sína og okkur þótti það skemmtilegra plan. Við gáfum honum afganga að borða og hann okkur ís í staðinn.

Í gær fórum við ekki á Gay Pride. Í staðinn fórum við í stóra ferð í Sorpu og síðan í búðir. Borðuðum í Bakarameistaranum á Smáratorgi sem virðist einstakur í þeirri keðju fyrir það að þar taka starfsmenn af borðunum í stað þess að láta viðskipavinina um það. Þegar heim var komið tókum við okkur til og endurskipulögðum stofuna aðeins en reyndar var aðalmálið að færa sjónvarpssamstæðuna um 10 sentimetra eða svo. Það er erfiðara en maður gæti haldið því við þurftum að taka allt úr henni. Við röðuðum síðan töluvert öðruvísi í hana aftur. Núna er síðan pláss fyrir nýjasta „húsgagnið“ okkar hérna. Í gær gerðum við mest lítið.

Áðan reyndi ég að klára að þýða greinina mína sem ég á að skila á föstudaginn. Ég á enn eftir að klippa út cirka hálfa síðu og aðlaga heimildaskránna. Síðan fór ég út að  bera olíu á girðinguna. Tók eina umferð. Það var ekki gaman.

Hugsanlega gerum við eitthvað í kvöld. Það kemur ljós.

Leave a Reply