Dögun guðleysis?

Í dag talar í Háskóla Íslands maður sem fyrir nokkrum árum gaf út bók sem kallaðist sólarlag guðleysis. Eins og sem svar við þessum skrifum hans fór af stað bylgja guðleysisbóka sem vakið hafa mikla athygli. Í dag talar hann um nýja guðleysið. Það var þá væntanlega bara sólarlag gamla guðleysisins sem hann var að tala um í bók sinni. Eða kannski er nýja guðleysið bara sama gamla guðleysið sem aldrei fór þó það sé meira áberandi í dag?