Týr: Dagsetningar komnar

Eins og ég skúbbaði langt á undan öðrum er von á færeyskum rokkgoðum til landsins á næstunni. Týr kemur og spilar á þremur stöðum.

Blái Hatturinn Akureyri: 3. okt
Nasa: 4. okt
Hellirinn: 5. okt.

Við Eygló látum okkur ekki vanta og biðjum því systur og mág um gistingu þetta kvöld sem þeir spila á Akureyri. Þetta verður gaman. Ég veit að þeir tóku Orminn aftur inn á efnisskránna á síðustu tónleikum í Færeyjum. Þar áður höfðu þeir ekki spilað það lengi enda er það ekki á þeim þremur plötum sem flestir nýju aðdáendur þeirra eiga. En já, fjör, grúví fjör.

0 thoughts on “Týr: Dagsetningar komnar”

Skildu eftir svar