Heimanetsvesen

Það er endalaust vesen hérna með heimanetið okkar eftir að nýji ráterinn kom. Allt var í góðu lagi áður en núna sjá tölvurnar bara ekki hver aðra. Ég er nokkuð viss um að augljósi sökudólgurinn, Norton, sé saklaus en þá veit ég bara ekki hvað gera skal. Ég finn engar stillingar í ráternum sem ég get séð að hafi áhrif á það hvort tölvurnar sjái hvor aðra. Ég get pingað ráterinn en ekki hinar tölvurnar og ég get pingað tölvurnar úr ráternum. Tölvurnar þrjár eru með XP en síðan er líka sjónvarpsflakkarinn tengdur inn á þráðlausa netið.

Einhverjar hugmyndir?

4 thoughts on “Heimanetsvesen”

  1. Við fyrstu lýsingu hljómar þetta eins og eldveggsmál, eða vírusvörnin, eða bæði. Þú segist vera búinn að útiloka vírusvörnina, gott og vel, en athugaðu samt að það er ekki endilega nóg að disabla vírusvörnina og prófa þannig – það er oft eitthvað drasl sem hangir inni. Norton er alræmdur.

    Ertu búinn að prófa að pinga iptölurnar eða pingarðu bara nöfnin?
    Meira get ég ekki boðið í bili.

  2. Þegar ég segi að ég sé búinn að útiloka Norton þá meina ég það. Ég er búinn að taka hann út tvisvar úr tölvunum, í seinna skiptið með hjálpardóti sem fjarlægir allar leifar af honum. Það hafði engin áhrif. Ég pinga IP-tölurnar.

Lokað er á athugasemdir.