Ófyrirséð?

Ég á erfitt með að skilja þá sem endurtaka sífellt að hrunið sem við stöndum frammi fyrir nú hafi verið ófyrirséð. Það var það ekki. Hagkerfið var knúið áfram af algjöru innihaldsleysi. Peningar þurfa að hafa eitthvað á bak við sig. Ég verð að játa að ég hefði ekki veðjað á að pundið væri upp fyrir tvöhundruð kallinn (enda þá hefði ég bókstaflega veðjað á það) en mér fannst augljóst að þetta gengi ekki til lengdar. Ofmetnar fasteignir og hlutabréf eru ekki verðmæti og hvað þá lán.

Á Írlandi lenti ég oft í því að fólk spurði mig hvort að Íslendingar væru ekki voðalega ríkir. Ég byrjaði á því að taka fram að ég persónulega væri það ekki. Síðan sagði ég að vissulega hefði íslenska efnahagslífið verið á uppleið síðustu ár en það myndi fljótlega verða niðursveifla. Það voru öll tákn á lofti og þetta þurfti ekki að koma á óvart. Það eina sem ég er hissa á hve óundirbúnir allir eru og hvað það er að eyðileggja mikið út frá sér.