What will keep us warm in the Winter?

Ride across the sky,
thunder roll and lightning fly,
gone is the summer.

What will keep us warm in the winter?
Tales of those who died,
sword in hand,
in times gone by.

Hail to the hammer.

Þeir eru bara svo djöfull góðir. Tónleikarnir í Keflavík byrjuðu ágætlega en mér fannst mixið var eitthvað off en það gæti líka bara hafa verið staðsetning mín miðað við hátalara. Þegar á leið small allt saman. Kári, trommarinn, var held ég að spila með þeim í fyrsta skipti í nokkurn tíma og var smá óöruggur en negldi þetta síðan. Hinir voru pottþéttir. Þegar þeir voru búnir að ná hápunktinum hugsaði með mér: Þetta er ástæðan fyrir því að mér Týr vera besta hljómsveit í heimi. Djöfull eru þeir góðir.

Staðurinn var líka troðinn. Allir með á nótunum. Ég var hræddur um að það væri orðinn minni áhugi á Tý en þetta var frábært lið. Engir leiðinlegir (sem er gott því Steini skipaði mig gæslumann).

Við vorum annars vel stödd þegar við lögðum af stað. Steina, mamma Eyglóar, hafði varað okkur við því að veðrið gæti orðið erfitt strax í upphafi viku og við skiptum því yfir á nagla eftir að við komum heim úr vinnu. Reykjanesbrautin var erfið en okkar fjallabíll tók fram úr öllu sumardekkjafólkinu. Venjulega er hins vegar tekið fram úr okkur. Gott kvöld.

0 thoughts on “What will keep us warm in the Winter?”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *