Látið vera

Kemur það einhverjum á óvart hve lítið ríkisstjórnin hefur gert varðandi efnahagsmálin. Grunnurinn í efnahagsheimspeki Sjálfstæðisflokksins er “látið vera”. Þó markaðurinn hafi aldrei verið frjálsari eru ennþá frjálshyggjupostular sem segja að ástæðan fyrir fallinu sé afskipti ríkisvaldsins. Flestum öðrum er ljóst að afskiptaleysið er vandamál. Við hefðum þurft betri lagaumgjörð til að passa að þessir þöngulhausar færu ekki svona með hagkerfið okkar.