Davíð í skjóli Samfylkingarinnar

Nýjasta útspil Samfylkingarinnar er einstaklega innihaldslaust. Þau segjast ekki bera ábyrgð á Davíð þó þau geri það augljóslega. Það er ekki tekið neitt raunverulegt skref til að losna við hann. Þetta er bara kattarþvottur. Í raun er þetta bara ígildi þess að segja: “Þetta er ekki okkar vandamál”. Nú geta þau vísað í þetta og leyft Davíð að hanga inni. Að sjálfsögðu er Davíð sem fyrr í skjóli Samfylkingarinnar. Þessi taktík að þykjast vera í stjórnarandstöðu er þreytt og ósannfærandi. Ef Samfylkingin er ósátt á hún að gera eitthvað í stað þess að væla bara.