Breyting í bakarí

Í dag sá ég svoltið þar sem ég keypti mér súpu með rúnstykkjum í bakaríinu. Kleinuhringirnir voru allir aflangir og skrýtnir. Ég pældi aðeins og áttaði mig að líklegasta skýringin væri sú að bakaríið væri farið að baka sína eigin í stað þess að flytja inn frosna. Breyting til batnaðar? Er það ekki?

2 thoughts on “Breyting í bakarí”

  1. Þetta er rétt skýring en bakarísstarfsmaðurinn í minni fjölskyldu fullyrðir að þessir íslensku séu skelfilega vondir og bakararnir kunni ekkert til verka í kleinuhringjagerð. Svo að þetta er held ég hreint ekki til batnaðar. Ekki nema þeir finni sér betri uppskrift (þeir mega alveg fá þá sem er á blogginu mínu).

Lokað er á athugasemdir.