Víst ólögleg handtaka

Ég var of fljótur á mér. Ég fletti upp í lögum um fullnustu refsingar og sé þessa klausu:

Nú telur lögreglustjóri að innheimtuaðgerðir séu þýðingarlausar eða fullreyndar og skal hann þá ákveða að vararefsingu verði beitt. Að höfðu samráði við fangelsismálastofnun skal sektarþola send tilkynning um fyrirhugaða afplánun vararefsingar. Tilkynningu skal senda með sannanlegum hætti.

Það er því rétt að þriggja vikna fyrirvarinn gildir ekki en það á samt að senda út tilkynningu. Það er því ljóst að handtakan brýtur í bága við lög þar sem engin slík tilkynning var send.