Ég sé að einhverjir eru að reyna að hringla meira með lögmæti handtöku Hauks og segja að þessi setning í 10. grein laga um fullnustu refsinga heimili handtökuna:
Heimilt er að láta dómþola hefja afplánun án boðunar eða áður en afplánun á að hefjast samkvæmt boðun fremji hann refsiverðan verknað á ný, hætta er talin á að hann reyni að koma sér undan refsingu eða almannahagsmunir mæla með því.
Í fyrsta lagi er þetta úr kafla 2 sem heitir “Fullnusta óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga o.fl.”. Haukur var ekki dæmdur til óskilorðsbundinnar refsingar heldur ætlaði hann að taka út sektardóm með fangelsisvist sem heitir vararefsing eins og við sem höfum verið að fylgjast með lagahliðinni höfum öll lært. En segjum sem svo að þetta myndi gilda um Hauk. Þá er vandamálið að þetta er eftir á skýring. Ef talin var hætta á að Haukur væri að fara að brjóta af sér hefði það verið í öllum gögnunum og lögreglan hefði líka ekki beðið í tíu daga heldur pikkað hann upp strax. Þessi skýring er því fallin.
Skv. 71. grein laga um fullnustu refsingar átti að senda Hauk tilkynningu, það var ekki gert og því handtakan ólöleg. Það að ekki var send út tilkynning bendir til þess sem ég hef haldið fram að það hafi verið eitthvað skrýtið við þá ákvörðun að láta hann fara að sitja af sér núna. Á laugardegi flaggar hann, á þriðjudegi er þetta ákveðið. Þetta væri ákaflega stór tilviljun.