Brún lagkaka

Ég bakaði brúna lagköku í fyrsta skipti núna. Ég byrjaði reyndar á lítilli uppskrift sem ég fann á netinu en hún var ekki það sem ég vildi. Þetta var svona eins og kryddbiti frekar en lagkaka eins og ég átti að venjast. Mun dekkri og töluvert sterkari. Ég fékk síðan uppskrift frá Árnýju sem er frá mömmu hennar. Ég gerði þá bara heila uppskrift og það svoleiðis svínvirkaði. Ég hélt fyrst að hún væri of hörð en eftir að hún fékk að standa með kreminu var hún orðin mýkri. Þetta er óhóflega jömmí. Kremið líka miklu betra. Eins gott að ég bara frysti 3/4 af henni.