Aftur að DV

Það er merkilegt að skoða bloggfærslur og fréttaflutning sem hunsa veigamikinn þátt í DV ritskoðunarmálinu. Upptakan var ekki spiluð fyrr en eftir að ráðist var að æru Jóns Bjarka. Hann var settur í þá stöðu að vera stimplaður lygari til frambúðar ef hann léti kyrrt liggja. Í raun finnst mér þetta miklu stærri hluti málsins en þessi ritskoðun sem er ekkert meiri en maður gæti trúað að ætti sér stað á öllum fjölmiðlum á Íslandi.

Annars er Siggi Hólm með reynslusögu sem tengist þessu.