Brúnuðu meikaðar

Í gær og í kvöld tókst mér að gera nokkuð sem ég hef ekki áður náð: Góðar brúnaðar kartöflur. Mitt vandamál hefur aldrei verið að karamellan harðni heldur hefur bragðið bara ekki verið spennandi. Í gær ákvað ég að negla bara slatta af sýrópi út í og líka meiri rjóma en áður. Þar að auki sauð Eygló kartöflurnar vel og lengi þannig að þær drukku þetta dáltið í sig. Útkoman var frábær. Ég er glaður með þetta.