Um daginn lenti ég á spjalli við eldri mann sem vildi endilega ræða við mig um ástandið. Sá var mjög róttækur og hefur væntanlega alltaf þótt vera það. Hitt og þetta sagði hann en eftirminnilegast er að hann taldi líklegt að kallaðir yrðu út hvítliðar en það væri allt í lagi af því að nú væru nógu margir til berja þá. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja en mig grunar að ef kallað yrði út eitthvað svona vafasamt lið þá myndu töluvert margir taka á móti þeim (jafnvel bara af sögulegum ástæðum). Ég ætla bara að vona að ríkisstjórnin hafi vit á að taka skynsamlegri ákvarðanir.
Annars verð ég að segja að ég hef ekki rekist á marga unga sjálfstæðismenn í gegnum tíðina sem væru líklegir til að fylla þessar hvítliðasveitir sem menn eru að daðra við.