Mogginn passar dólginn

Fyrr í dag kom sjónvarpsfrétt á Net-Mogganum þar sem maður sem er bæði sjálfstæðismaður og hagfræðingur hjá Seðlabankanum sést ýta við og ógna mótmælendum. Nú er frétt á sama miðli þar sem þessi maður segir að hann hafi talið að sér hafi verið ógnað. Ef horft er á myndbandiðið sem fylgdi fyrri fréttinni virðist augljóst að þetta er ósatt. Það er áhugavert að Morgunblaðið kýs að leyfa engum að blogga við þessa frétt. Mogginn passar að enginn bendi á augljósar lygar dólgsins enda er dólgurinn í réttum flokk með réttu tengslin.

Ég hef alltaf átt voðalega erfitt með að skilja að fólki tryði í alvörunni lyginni um að Mogginn væri ekki flokksblað. Kannski er það af því að það er talað um að Morgunblaðið sé stundum ósammála forystu flokksins en það eru bara innanflokksdeilur. Þegar Mogginn gagnrýnir eitthvað hjá Sjálfstæðisflokknum þá er það innan frá, ekki utan.

Uppfært
Það virðist sem að upphaflega hafi mátt blogga við fréttina en síðan hafi það allt verið tekið út og bannið sett inn. Hver hringdi í hvern?
Uppfært aftur
Þar sem Eyjan vísar á þetta er rétt að benda á að í nótt duttu aftur inn bloggin við fréttina en hafa aftur verið tekin út. Einhverjar innanhússdeilur hjá Mogganum virðist vera.