Tækifærin í kreppunni

Nú sjáum við að kreppan ætlar ekki að eyðileggja frjálshyggjuna heldur hjálpa henni. Nú fá frjálshyggjumenn tækifæri til að ráðast á þá hluta velferðarkerfisins sem voru áður verndaðir og þetta gera þeir með aðstoð hins svokallaða jafnaðarmannaflokks. Er þetta það sem við getum búist við í rúm tvö ár í viðbót? Ef Sjálfstæðisflokkurinn gefur eftir með ESB mun hann áfram fá að ráðast á grunnstoðir samfélagsins. Og Ingibjörgu er sama því eina hugsjón hennar er Evrópusambandsaðild. Báðir flokkar fá tækifæri til að gera það sem þeir þrá helst og við sem erum nógu óheppin að búa í þessu landi erum bara fökkt.

2 thoughts on “Tækifærin í kreppunni”

  1. Hehe, ég er einmitt að lesa Shock Doctrine núna (loksins, er búin að ætla mér það lengi) og hef einmitt verið að hugsa um hvað þetta smellpassar allt.

Lokað er á athugasemdir.