Það er undarleg færsla hjá prestinum Baldri um Ágúst Ólaf Ágústsson og fellur vel að atlögu margra Samfylkingarmanna að þessum ágæta dreng. Baldur talar um „undirviktarmenn“ [svo] og segir að Ágúst Ólafur hafi verið sendur á þing áður en hann lauk námi. Þetta er töluvert villandi. Ágúst Ólafur var fyrst kjörinn á þing 2003 og útskrifaðist úr HÍ með tvö próf um haustið. BA-próf í hagfræði og embættispróf í lögfræði. Þetta er nám sem hefði væntanlega átt að taka átta ár en ÁÓÁ kláraði það á sex árum. Á meðan afrekaði hann líka hitt og þetta. Mér þykir því töluvert bjálfalegt að kalla hann undirvigtarmann (þó maður stafi það vitlaust) og væla þó hann hafi ekki akkúrat verið búinn að klára námið þegar hann var kosinn á þing.
ÁÓÁ var settur til hliðar hjá Samfylkingunni eftir síðustu kosningar og undanfarið höfum við séð ýmsar misfallegar tilraunir til að bola honum í burtu. Mann grunar að hann hafi talist ógn við ákveðna aðila sem eiga nú að ná hátt innan Samfylkingarinnar og því best að losna við hann.