Afmælislagið

Í morgun stimplaði ég mig inn og brá þegar afmælislagið var spilað fyrir mig. Samt hefði ég alveg átt að vita þetta.

Yfir köku og muffins var sungið fyrir mig.

Það er alltaf heppilegt fyrir karlmenn sem baka að þeir fá strax hrós þó mun duglegri konur veki varla neina athygli með því.

Ég fékk síðan pakka frá samstarfsfólki, Silfursafnið, Vonarstræti, sérhannað kort og smá bónus.

Það er bara gaman að eiga afmæli.

Leave a Reply