Steinrotaðist og helgin

Áðan ákvað ég að leggja mig upp í sófa í nokkrar mínútur. Ég vaknaði tveimur tímum seinna. Ég ætlaði að vera fúll við Eygló fyrir að hafa ekki ýtt við mér en þá sá ég að hún lá í hinum sófanum steinsofandi. Þannig að við gerðum ekkert í kvöld.

Á föstudaginn borðuðum við með Hafdísi, Mumma og Sóleyju og eyddum síðan kvöldinu hjá Sigga og Sigrúnu og móður þeirra bræðra.

Á laugardaginn fórum við í badminton. Ég misþyrmdi sjálfum mér vel og vandlega með því að fleygja mér tvisvar í gólfið. Það gerði verk dagsins erfiðari. En þá komu Hafdís, Mummi og Sóley heim og ég gerði pönnukökur. Síðan bakaði ég fyrir kvöldið. Það var mjög notalegt og við vorum að til næstum fjögur. Heilir fjórir bjórar voru drukknir af gestunum. Mjög skemmtilegt kvöld.

Í dag fékk ég Helgu, Gumma og Óla í kaffi. Þau voru hér drjúga stund.

Semsagt góð helgi þó ég hafi sofið af mér öll tækifæri til að prufa viðbæturnar í spilaskápinn.