Chicago Express – spiladómur

Hafdís og Mummi gáfu mér Chicago Express í afmælisgjöf. Í spilinu stjórnar þú uppbyggingu járnbrautarfyrirtækja í Bandaríkjunum.

Það sem á að vera spes við spilið, og virðist passa, er að það er engin tilviljun. Allt ræðst af gjörðum spilara. Annað sem er óvenjulegt er að það er ekkert á spilaborðinu sem táknar “þig”. Þú getur átt í mörgum fyrirtækjum, jafnvel öllum.

Markmiðið er að græða peninga. Þú græðir þá í gegnum fyrirtækin þín. Þú getur eytt tíma í að byggja upp þín fyrirtæki en líka í að eignast hlutabréf. Það er hægt að spila með ýmsar strategíur.

Við erum búin að spila það nokkrum sinnum, fyrst við Sigga og Sigrúnu, síðan við hvort annað og í kvöld við Eggert. Við erum því væntanlega búin að ná því ágætlega.

Ég man ekki eftir neinum galla á spilinu. Það hefur hins vegar marga kosti. Það er í raun einfalt þegar maður er kominn inn í það þó reglurnar hljómi oft flóknar. Leikurinn gengur fljótt, nær enginn dauður tími á meðan hinir gera. Það er mjög sérstætt. Og það er skemmtilegt. Stórir þumlar upp.

Fæst í Spilavinum held ég.

Og Eygló kallaði í mig meðan ég var að skrifa þetta og ég fann líklega hreyfingar.