L-listinn

Wikipedia færslan um L-listann er svoltið áhugaverð og undirstrikar innihaldsleysi framboðsins. Ég hafði gaman að þessu:

Frambjóðendur L-listans eru lýðræðissinnar og talsmenn hófsamra borgaralegra gilda og hafna öfgum hvort sem er frá hægri eða vinstri.

Þeir segjast vissulega sjálfir vera lýðræðissinnar en eru þeir það? Mér finnst það til dæmis ekki vera lýðræðislegt að hafna kosningum um aðildarviðræðum að Evrópusambandinu.

Og hvað eiga þeir við með hófsöm borgaraleg gildi? Þýðir þetta eitthvað?
Síðan er það að hafna öfgum til hægri og vinstri. Þetta er endalaust innihaldslaust? Eiga þeir við að þeir séu ekki nasistar eða kommúnistar? Svona til að fólk sjái mun á þeim og öllum nasistunum og kommúnistunum sem eru í framboði?
Það má allavega hlæja að þessu.

Kannski að Wikipediufræðingurinn Þórhallur Heimisson bæti einhverju þarna inn ef Bjarni Harðar stingur hann ekki í bakið fyrst.