Ég sá Religilous loks um daginn. Ég er tvíbentur í afstöðu minni. Vissulega er þessi mynd ákaflega góð í því að vekja þá sinnulausa. Um leið fannst manni þetta vera helst til mikið af Michael Moore stílnum í því hvernig farið var með viðmælendur. Eiginlega óþarfi. Síðan fannst mér Bill Mahr, sem fyrr, líta framhjá trúaröfgum Ísraela þegar hann var að fjalla um ástandið þar. En annars bara ágæt.
2 thoughts on “Religilous”
Lokað er á athugasemdir.
Ég hafði gaman af myndinni, enda finnst mér Bill Maher alveg stórskemmtilegur. Mér fannst samt frekar áberandi að hann fjallaði ekkert um nein trúarbrögð í austurlöndum fjær… maður sá eiginlega nákvæmlega hvað ferða-budgetið hans náði langt…
Samkvæmt tölum sem ég var að lesa á Debunking Christianity, telja bara 1,2% gyðinga í bandaríkjunum sig vera trúaða (religious). Þessar tölur eru reyndar grumsamlega lágar. Þetta eru reyndar grumsamlega lágar tölur, og ég set fyrirvara, en ef eitthvað er að marka þetta eru „gyðingar“ almennt fremur veraldlegt fólk, og eru það samkvæmt mínum heimildum. Það eru vissulega miklir trúaröfgar gyðinga í ísrael, og til eru menn sem drepa sig fyrir fyrirheitna landið, og setjast að í landnemabyggðum, en ég held að Ísraelar séu upp til hópa veraldlegt og „trúlítið“ fólk.