Ömurlegu heimildarþættirnir á Skjánum

Þessa daganna er verið að auglýsa einhverja heimildarþætti á SkjáEinum sem síðan kemur í ljós að eru ekki ekta heldur eiga að sýna hve drepleiðlegt sjónvarpsefni er til í samanburði við kvikmyndirnar á Skjánum. Ég hef allavega tvisvar séð auglýsingu um heimildarþátt sem ég var orðinn spenntur fyrir áður en kom í ljós að þetta átti að vera óspennandi. Bara vonbrigði.

Mig langar að sjá franska ljósmyndarann sem ferðaðist um Ísland árið 1978!

3 thoughts on “Ömurlegu heimildarþættirnir á Skjánum”

  1. Ég tek undir þetta! Ég vildi svo miklu frekar horfa á góðan heimildaþátt en að sjá einhverja konu fá nýtt útlit, eitthvað sem mér skilst af auglýsingunum að engin kona megi missa af…

  2. Sammála, hef orðið spennt í hvert sinn! Sérstaklega yfir grænlendingnum á kanóinum sem rak á Svalbarða og lenti þar í ævintýrum

Lokað er á athugasemdir.