Af atkvæðafjölda Borgarahreyfingarinnar

Mér þótti þetta fyndið hjá frambjóðanda Borgarahreyfingarinnar:

Við stefnum á tveggja stafa atkvæðatölu, svo að við förum fyrst framúr Framsókn!

Megi það rætast. Borgarahreyfingin fái 99 atkvæði í mesta lagi en Framsókn minna.

Annars þá tek ég fram að mér finnst að þegar um er að ræða ný framboð þá mætti spyrja í skoðanakönnunum hvort fólk gæti hugsað sér að kjósa þau ef það teldi að þau gætu náð manni inn. Þetta væri líka gott í til dæmis forsetakosningum í Bandaríkjunum þar sem menn gera fastlega ráð fyrir að atkvæðið til handa þriðja frambjóðenda séð sóað (eins og þegar Kodos og Kang áttust við).