Jón Trausti

Ég sá Egil Helgason áðan í sjónvarpinu röltandi um kirkjugarð. Meðal annars stoppaði hann við leiði Jóns Trausta rithöfundar.

Það rifjaðist upp fyrir mér nokkuð sem amma sagði mér eitt sinn og það ergði mig hve lítið ég mundi. Hún var að tala um hve langafa hafi þótt mikið til þess koma að vera tengdur þessum fræga manni en systir hans var gift bróður Jóns Trausta. En hún minntist líka á það í framhjáhlaupi að hún hefði heyrt sögu af því þegar Jón Trausti valdi sér skáldanafn. Ef ég man þetta rétt þá voru þeir bræður tveir um að velja sér dulnefni og þeir gerðu það á meðan Jón Trausti bjó enn fyrir norðan.

En eins og ég segi, það ergir mig hvað ég man þetta óljóst og þar með er þetta frekar ómerkileg neðanmálsgrein í íslenskri bókmenntasögu. Kannski að Hafdís eða Anna muni þetta betur en ég.