Sýndu mér spilin þín!

Þessir umræðuþættir eftir kosningar eru alltaf bjánalegir. Þarna er fólk í stjórnarmyndunarpælingum og þáttastjórnendur eru að reyna að toga upp úr þeim hvað þeir séu tilbúnir að gefa eftir. Þeir væru nú slappir samningamenn ef þeir gæfu allt þetta upp. Þannig að þetta væri bara óendanlega leiðinlegt ef ekki væri fyrir Ástþór.