Á Vísi er netkönnunin „Hefði gengi krónu þolað frekari stýrivaxtalækkun?“ Svarmöguleikarnir eru já og nei. Ég tel mig nokkuð vel upplýstan en ég hef ekki grænan grun um hvaða áhrif meiri stýrivaxtalækkun hefði haft á gengi krónunnar. Ég giska að það sama eigi um nær alla lesendur Vísis. Stundum finnst mér að það ætti að kæra blöð sem birta netkannanir til siðanefndar Blaðamannafélagsins.