Þingið ræður

Það er eitthvað svo snarundarlegt við það að fólki finnist það vafasöm aðferðafræði að láta Alþingi ráða hvernig eitthvað mál er afgreitt í stað þess að ríkisstjórnin ákveði það. Svoleiðis hugsunarháttur er augljóslega kominn frá þeirri hugmynd að þeir sem ráða í flokkunum geti ákveðið hvernig þingmenn flokksins kjósi í stað þess að þeir láti samvisku sína ráða.