Af hverju ekki breytingartillaga?

Ég skil ekki alveg hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn leggja ekki fram breytingatillögu við Evrópusambandsályktunina í stað þess að leggja fram aðra svipaða. Það er líka fyrirtaksleið að koma með breytingar í nefnd. Nema náttúrulega að það sé bara pólitískt bragð að leggja tillöguna fram en ég trúi því nú ekki upp á þessa flokka sko.