Barnabloggið fésbók tengt

Ég hef haft lykilorð á möppunni sem barnabloggið er. Það er hálf óþægilegt þar sem WordPress höndlar illa að setja þannig inn myndir. Í dag ákvað ég að breyta til.

Ég setti inn Facebook Connect og annað plugin sem stjórnar því að hvaða efnisflokkum fólk hefur aðgang að. Ég mun einfaldega bara hafa einn flokk sem allir sjá (en innskráðir ekki) og þar eru leiðbeiningar um hvernig má tengjast með hjálp Facebook. Ég þarf síðan að veita fólki aðgangsheimild eftir að það hefur skráð sig.

Augljósi ókosturinn er að sumir (Svenni og Hrönn aðallega) eru ekki með Facebook. Ég get hins vegar búið til aðgang í WordPress sjálfu fyrir þetta fólk en það er meira vesen.

Kerfið er ekki alveg komið af stað og enn sem komið er þá er mappan lykilorðavarin. Þeir sem hafa þegar aðgang geta farið þarna inn og tengt þessu Facebook reikning sínum strax svo að þetta verði auðveldara þegar ég set kerfið af stað. Endilega kíkið þarna inn. Þið hin sem hafið ekki fengið aðgang en viljið getið beðið mig eða Eygló um aðgang.

Það er annars líka voðalega þægilegt við þetta kerfi að maður sér hverjir hafa verið á svæðinu.

Ég reyndi einu sinni að hafa myndasíðu þar sem fólk bjó sér til eigin aðgang og ég stjórnaði hvað fólk gat skoðað. Vandinn var að fólk gleymdi aðgangsorðum sínum. Hérna er það ekkert vandamál á meðan Facebook er enn í gangi.

En ég á eftir að finna leið til að Facebook myndir komi. Ég held að það verði ekki mikið mál.