Samkvæmt Mannlífi var ég með 255323 krónur í laun á mánuði í fyrra. Þessi tala er ekki alveg nákvæm þó hún sé ekki fjarri lagi. Ég held að ég hafi að meðaltali verið með 270 þúsund útborgað í laun þá 11 mánuði sem ég var að vinna en ekki að sinna ritgerðarskrifum. Ég væri hins vegar glaður ef ég væri titlaður eitthvað meira en bara bloggari. Bókasafns- og upplýsingafræðingur hefði verið réttara.
Mér þykir reyndar verst að hafa ekki komist í blaðið fyrir árið 2007 þegar ég var nærri tekjulaus.